spot_img
HomeFréttirCCC Polkowice komið í 1-0

CCC Polkowice komið í 1-0

Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í CCC Polkowice byrja úrslitakeppnina vel í Póllandi en liðið er komið í 1-0 gegn Gorzow eftir 69-51 sigur í fyrsta leik átta liða úrslitanna.
 
 
Helena kom ekki við sögu í leiknum, var á skýrslu en spilaði ekki. Stigahæst í liði CCC Polkowice var Dominika Owczarzak með 20 stig.
 
Næsta viðureign liðanna er á útivelli þann 21. mars næstkomandi en þá getur CCC Polkowice tryggt sig áfram þar sem vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit.
  
Fréttir
- Auglýsing -