Cleveland Cavaliers tóku í nótt 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Austurstrandarinnar með 82-94 sigri á Atlanta Hawks. Cleveland fer því með ansi vænlega stöðu á heimavöll eftir tvo frækna útisigra í upphafi seríunnar og það með Kyrie Irving á meiðslalista. Clevaland voru með leikinn í vasanum allan tímann, Atlanta lagaði lokatölurnar lítið eitt en það var eftir að sterkustu póstar liðanna höfðu kvatt parketið.
LeBron James var aðeins einu frákasti frá þrennunni með 30 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst hjá Cleveland en Dennis Schroder kom með 13 stig af bekknum hjá Atlanta.
David Blatt þjálfari Cleveland fékk spurningu eftir leik: „Hversu mikið hjálpar það til að hafa LeBron í þínu liði?“ Hans viðbrögð voru eftirfarandi: „Þarf ég virkilega að svara þessari spurningu?“
Í 74. sinn var LeBron með 30 stig eða meira í leik í úrslitakeppninni og þannig jafnaði hann goðsögnina Jerry West í 4. sæti listans. Einu leikmenn fyrir ofan James og West í dag eru þeir Michael Jordan, Kobe Bryant og Kareem Abdul-Jabbar.
Atlanta – Cleveland leikur nr. 2 í „draugsýn“



