Cleveland Cavaliers sýndu mátt sinn og meginn þegar þeir lögðu Orlando Magic í uppgjöri toppliða Austurdeildarinnar í nótt, 115-106. Magic lagði Cavs óvænt í úrslitum Austursins í fyrra, en nú munaði miklu um Shaquille O‘Neal sem var eins og klettur undir körfunni og hélt Dwight Howard í skefjum.
Þetta var þrettándi sigur Cavs í röð, sem er met í sögu liðsins, og geta þeir slegið það met þegar þeir taka á móti Denver Nuggets eftir Stjörnuhelgina.
Denver tapaði einmitt í nótt fyrir SA Spurs, 92-111, en halda enn öðru sætinu í Vesturdeildinni þrátt fyrir minniháttar hikst að undanförnu.



