spot_img
HomeFréttirCavs unnu án LeBron - Dallas unnu tólfta í röð

Cavs unnu án LeBron – Dallas unnu tólfta í röð

San Antonio Spurs fóru illa að ráð sínu þegar þeir töpuðu fyrir Cleveland Cavaliers í nótt, 97-95. Cavs voru án LeBron James og Shaquille O‘Neal auk þess sem Antawn Jamison meiddist í fyrri hálfleik og lék ekki meira eftir þriðja leikhluta. Spurs voru að vísu án Tony Parkers, sem er handarbrotinn, en Manu Ginobili átti sinn besta leik í mörg ár þar sem hann skoraði 38 stig.
Spurs voru með forystuna á lokakaflanum, en Mo Williams og Delonte West komu sterkir inn fyrir Cleveland og tryggðu sigurinn.
 
Á meðan unnu Dallas Mavericks sinn tólfta sigur í röð með því að leggja Minnesota Timberwolves, 112-125. Þeir eru nú komnir á hæla LA Lakers sem hafa setið óáreittir í toppsæti Vesturdeildarinnar allt tímabilið.
 
Þá átti nýliðinn Darrren Collison stórleik fyrir New Orleans Hornets í sigri á Golden State Warriors þar sem hann skoraði 16 stig og gaf heilar 20 stoðsendingar í miklum stigaleik sem endaði 135-131.
 
Loks unnu NY Knicks góðan, en óvæntan sigur á Atlanta Hawks, 99-98, þar sem Al Horford skoraði körfu fyrir Hawks á lokasprettinum, en eftir að dómarar höfðu farið yfir upptökur kom í ljós að tíminn var liðinn þegar skotið reið af.
 
Úrslit leikja – Stigahæstir
Cleveland 97, San Antonio 95 Mo Williams 17 – Manu Ginobili 38
New York 99, Atlanta 98 Danilo Gallinari 27 – Josh Smith 25
New Orleans 135, Golden State 131 David West 28 – Anthony Morrow 28
Dallas 125, Minnesota 112 Shawn Marion 29 – Al Jefferson 36
Memphis 107, New Jersey 101 Rudy Gay 21 – Courtney Lee 30
 
Fréttir
- Auglýsing -