Cleveland Cavaliers jörðuðu NY Knicks í nótt og styrktu þar með stöðu sína á toppi NBA. LeBron James, sem Knicks hafa verið að sverma fyrir síðustu tvö árin, þurfti ekki einu sinni að stíga út á gólfið í lokaleikhlutanum þar sem munurinn á liðunum var orðinn 49 stig í þriðja leikhluta.
Á meðan unnu Orlando Magic, helstu keppinautar Cavs í Austurdeildinni, einnig góðan sigur á Philadelphia.
Í Vesturdeildinni vann Dallas sinn áttunda sigur í röð þegar þeir lögðu Charlotte Bobcats að velli, LA Clippers unnu Utah óvænt og Phoenix vann öruggan sigur á Denver Nuggets.
Úrslit næturinnar/Tölfræði og video:
Philadelphia 105 Orlando 126
Cleveland 124 New York 93
Charlotte 84 Dallas 89
New Orleans 92 San Antonio 106
Memphis 93 Portland 103
Chicago 92 Atlanta 116
Houston 116 Toronto 92
Phoenix 101 Denver 85
LA Clippers 108 Utah 104



