spot_img
HomeFréttirCavs og Wolves semja um skipti á Kevin Love

Cavs og Wolves semja um skipti á Kevin Love

Cleveland Cavaliers og Minnesota Timberwolves hafa komist að samkomulagi um að skiptast á leikmönnum sem mun færa Cavs framherjann öfluga Kevin Love. Aðilar að samkomulaginu hafa hins vegar ákveðið greina ekki frá smáatriðum skiptanna þar til 23. ágúst þegar skiptin verða formleg.
 
Cleveland munu senda frá sér nýliðan Andrew Wiggins sem þeir völdu nr. 1 í nýliðavalinu í sumar, Anthony Bennett sem þeir völdu nr. 1 í nýliðavalinu í fyrra og tryggðan valrétt í fyrstu umferð nýliðavals næsta árs í staðinn fyrir Kevin Love. 
 
Love gaf það út í sumar að hann myndi segja upp samningi sínum við Timberwolves á næsta ári og hvatti stjórendur liðsins að finna sér annan samastað. Erfiðlega gekk fyrir liðið að finna önnur lið til að ganga frá samkomulagi því Love vildi hvergi semja til lengri tíma. Næg var hins vegar eftirspurnin eftir þessum fjölhæfa kraftframherja. 
 
Aðilar samkomulagsins hafa ákveðið að halda smáatriðum skiptanna leyndum þar til Cavs er heimilt að skipta frá sér Wiggins en hann samdi við liðið 23. júlí sl. og má ekki vera skipt frá liðinu fyrr en mánuði síðar, s
 
Kevin Love er frábær sóknarmaður og frákastari. Frábær þriggja stiga skytta fyrir mann af þessari stærð. Hann er hins vegar heftur varnarlega. Hann endaði síðasta tímabil með 26 stig í leik og 13 fráköst.
 
Wiggins hefur sýnt að hæpið í kringum hann er ekkert bull. Spilaði vel í sumardeildinni og sýndi nokkrar háloftatroðslur. Hann og Corey Brewer verða duglegir að refsa hringjunum þarna í Minnesota. Þessi skipti munu einnig styrkja enn frekar Wolves í vörninni en Ricky Rubio leiddi deildina í stolnum boltum í heildina þó hann hafi verið annar á eftir Chris Paul í stolnum per leik. 
 
Anthony Bennett hefur sýnt miklar framfarir frá því í fyrra. Er loksins orðinn heill en var mikið meiddur á síðustu leiktíð.
 
Fyrstu tíðindi af þessum skiptum gáfu til kynna að Love væri tilbúinn til að segja upp samningnum næsta sumar og semja til 5 ára við Cavs fyrir maxið eða $120 milljónir. Nýjustu fregnir herma hins vegar að Love sé ekki tilbúinn að skuldbinda sig svona lengi í Cleveland vitandi ekki hvað LeBron ætlar að gera eftir tvö ár. LeBron samdi aðeins til tveggja ára við Cleveland, mögulega til þess að setja pressu á Cleveland að byggja almennilegt lið upp á þeim tíma. Einnig hefur því verið varpað fram að LeBron treysti á hærra launaþak eftir tvö ár og það þýði jafnfram hærri hámarkssamninga.
 
Umræðan á netinu eftir fréttirnar af þessum skiptum hefur mikið verið á þá leið að fólk furði sig á því að NBA hafi leyft þessi skipti en stöðvað skipti New Orleans Hornets á Chris Paul til Los Angeles Lakers í árslok 2011 sem hefðu gert Lakers aftur að stórveldi með Paul, Kobe og Dwight Howard. Það eru tvær mögulegar skýringar á því: a) Hornets voru á þeim tíma í þeirri einkennilegu stöðu að vera í eigu NBA deildarinnar. Liðið var í söluferli þegar þessi skipti voru samþykkt og ákvað David Stern, forseti deildarinnar og í forsvari fyrir eiganda liðsins, að stöðva þau. Paul var langbesti leikmaður Hornets á þessum tíma og því skiljanlegt að eigandi liðsins vilji ekki senda hann í burtu á meðan hann er að reyna að selja það. Hans markmið var að fá sem mest söluverðmæti fyrir liðið. Það að forseti deildarinnar hafi þessi völd er aftur á móti einkennilegt.  b) Það er nýr skiptstjóri í brúnni nú þegar Adam Silver hefur tekið við stýrinu og hann virðist vera allt öðruvísi stjórnandi en Stern. Það er alls óvíst að hann hefði gripið svona í taumana eins og Stern.
Fréttir
- Auglýsing -