spot_img
HomeFréttirCavs lögðu Nets - Tólfti sigurinn í röð

Cavs lögðu Nets – Tólfti sigurinn í röð

Besta lið deildarinnar, Cleveland Cavaliers átti ekki í miklum erfiðleikum með versta lið deildarinnar, NJ Nets þegar þau aðáttust við í nótt. Cavs tóku forystuna í öðrum leikhluta og héldu henni allt til loka og þó að lokaniðurstaðan hafi ekki verið rúst, var sigur Cavs aldrei í hættu.
Þetta var tólfti sigur þeirra í röð, sem er lengsta sigurhrina ársins í NBA, en Nets eru enn á hraðleið að metári fyrir fæsta sigurleiki. Þeir hafa unnið 4 leiki og tapað 47, þar af síðustu sjö.
 
Í öðrum leikjum í nótt má geta þess að Chicago vann seiglusigur á Indiana, Sacramento vann NY Knicks í framlengdum leik og Denver rústaði Dallas, 127-91, í því sem átti að vera spennandi leikur tveggja af bestu liðum vesturdeildarinnar.

Úrslit næturinnar/Tölfræði:

 
Charlotte 94 Washington 92
Cleveland 104 New Jersey 97
Indiana 101 Chicago 109
Philadelphia 119 Minnesota 97
New York 114 Sacramento 118
Miami 99 Houston 66
Memphis 94 Atlanta 108
Milwaukee 81 Detroit 93
Denver 127 Dallas 91
Portland 77 Oklahoma City 89
LA Clippers 99 Utah 109
Fréttir
- Auglýsing -