LeBron James leiddi sína menn í Cleveland Cavaliers til sannfærandi sigurs gegn Boston Celtics í nótt, 108-88. Celtics, sem léku á heimavelli, voru betri framan af og allt fram í seinni hálfleik, þegar Cavs hertu tökin í vörninni og skelltu loks í lás í síðasta fjórðungi. Cavs skoruðu alls 60 stig gegn 32 hjá Boston í seinni hálfleik.
Tveir aðrir leikir fóru fram í nótt þar sem Milwaukee Bucks lögðu Indiana Pacers, 110-112, en þetta var fimmti sigur Bucks í röð, og Denver Nuggets lögðu Golden State Warriors að velli, 112-127. Nýliðinn Stephon Curry átti stórleik fyrir Warriors þar sem hann skoraði 30 stig og gaf 13 stoðsendingar. Curry hefur stöðugt verið að bæta sig í vetur og verður sennilega sá sem gerir hvað harðasta hríð að Tyreke Evans í keppninni um nýliðaverðlaunin í vor.



