22:39:42
Vince Carter er að öllum líkindum á leið til Orlando Magic þar sem NJ Nets og Magic hafa komist að samkomulagi um að hann og Ryan Anderson fari í sólina fyrir Rafer Alston Tony Battie og hinn unga og efnilega Courtney Lee.
Carter, sem er 32ja ára er ennþá sprækur og á eftir að styrkja Austurmeistarana verulega en er með ansi stóran samning til næstu þriggja ára, þó hann sé uppsegjanlegur af hendi liðsins eftir tvö. Nets fá í stað hans umtalsvert svigrúm undir launaþakinu eftir næsta tímabil þegar hið margrómaða samningasumar rennur upp og margir af bestu leikmönnum deildarinnar eru með lausa samninga.
ÞJ



