spot_img
HomeFréttirCarmen Tyson Thomas í Skallagrím

Carmen Tyson Thomas í Skallagrím

Stigahæsti leikmaður Dominos deildar kvenna samdi við lið Skallagríms fyrir næsta tímabil í Dominos deild kvenna. Carmen Tyson Thomas mun leika með Skallagrím á næsta tímabili en hún hefur leikið með Njarðvík síðustu tvö tímabil og þar áður eitt tímabil með Keflavík. 

 

Carmen var með 37 stig að meðaltali í leik fyrir Njarðvík á síðasta tímabili en Njarðvík var nýliðar í deildinni og var spáð neðsta sæti. Njarðvík endaði í sjötta sæti og var Carmen ansi drjúg fyrir liðið. Carmen var látin fara frá félaginu áður en tímabilinu lauk vegna samskiptaörðugleika að sögn stjórnar Njarðvíkur. 

 

Skallagrímur var nýliðar í Dominos deild kvenna á síðasta tímabili og komst í úrslit bikarkeppninnar og undanúrslit íslandsmótsins. Á dögunum réð félagið Richi Gonzalez til að þjálfa liðið auk þess sem liðið heldur svipuðum kjarna og á síðasta tímabili. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -