spot_img
HomeFréttirCarmen til Ástralíu

Carmen til Ástralíu

 

Carmen Tyson-Thomas fyrrum leikmaður Skallagríms hefur gert samning við Eastern Mavericks í Ástralíu um að leika með þeim í áströlsku úrvalsdeildinni. Mavericks eru sem stendur í 7.-9. sæti deildarinnar eftir fyrstu fjórar umferðirnar, en liðið endaði í 2. sæti á síðasta tímabili. Fyrsti leikur liðsins er á morgun, laugardaginn 21. apríl gegn West Adelaide Bearcats.

 

Carmen og Skallagrímsliðið kláraði sitt tímabil hér heima með 3-0 tapi fyrir deildarmeisturum Hauka í undanúrslitum Dominos deildarinnar. Sjálf endaði Carmen sem framlagshæsti leikmaður deildarinnar í vetur, skilaði 34 stigum, 16 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í þeim 31 leik sem hún spilaði.

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -