spot_img
HomeFréttirCarmelo til New Jersey Nets ?

Carmelo til New Jersey Nets ?

 Carmelo Anthony hefur á síðustu dögum verið sterklega orðaður við verðandi veldi NBA boltans, New Jersey Nets. Eitthvað virðist þó ekki vera að ganga upp en Anthony vill greinilega færa sig um set. 
 "Ég er í Denver í dag en engin veit hvað framtíðin ber í skauti" sagði Cermelo á fjölmiðlafundi Denver Nuggets nú í vikunni. "Það er æfing á morgun og ég mæti á hana en svo sjáum við bara hvað gerist"
 
Denver Nuggets hefur farið í úrslitakeppnina öll þau 7 ár sem Anthony hefur spilað með liðinu, eða síðan hann kom í deildina. "Ég er einbeittur á körfubolta og standa mig þar. Denver vilja skipta mér burt og ég vil komast eitthvað annað en það er ekki í mínum höndum. Það eru stjórnarmenn sem sjá um þessi mál. Á meðan fókusa ég á að mæta á æfingar og æfa vel." 
 
Denver bauð Carmelo þriggja ára framlengingu á samningi sínum sem hefði gefið honum 65 milljónir dollara í vasann, en Carmelo hefur ekki viljað framlengja og því hafa forráðamenn liðsins verið á markaðnum að leita eftir góðum skiptum.  New Jersey Nets hafa gengið hvað harðast í þessum viðskiptum og líklega þykir að Devin Harris, bakvörðurinn knái muni vera hluti af þessum skiptum. 
 
"Það er svo sem allt opið hjá mér. Ef ég fer ekki þá sest ég niður með mínum vinnuveitendum og við ræðum málin." sagði Carmelo.  Forvitnilegt verður að sjá hvert þessi frábæri leikmaður fer á endanum en augljóst að það lið sem fær kappann mun í það minnsta komast í úrslitakeppnina en líkast til er kappinn að leita sér að stað þar sem hann eigi möguleika á næstu árum að næla sér í titil. 
Fréttir
- Auglýsing -