Fyrrum leikmaður Hattar, bakvörðurinn Tobin Carberry, hefur ákveðið að söðla um og mun spila með Þór í Þorlákshöfn næstkomandi tímabil. Þó Höttur hafi fallið, sýndi Tobin oft á tíðum frábæra spilamennsku fyrir liðið í efstu deild í fyrra. Skilaði af sér 28 stigum, 9 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum í meðaltal á síðasta tímabili.
Hér að neðan er fréttatilkynningin úr Þorlákshöfn: