09:34
{mosimage}
(Futrell)
Candace Futrell, sem á eitt ár að baki með Connecticut Suns í WNBA-deildinni, er sú sem fær það erfiða verkefni að feta í fótspor Monique Martin sem varð að taka sér hvíld vegna meiðsla. Frá þessu er greint á www.visir.is
Futrell, sem er 26 ára og 178 cm og leikur sem bakvörður, er annar stigahæsti leikmaður Duquesne-háskólans frá upphafi, en hún er góð þriggja stiga skytta og skoraði 21,4 stig að meðaltali á sínu lokaári.
Eftir árið í WNBA hefur hún leikið með ísraelska liðinu Ramat Hasharon, tyrkneska liðinu Ceyhan og loks franska liðinu Mondeville síðasta vetur, þar sem hún skoraði meðal annars 5,6 stig á 15,2 mínútum í Euroleague.



