spot_img
HomeFréttirCamp USA á Selfossi 6.-7. ágúst

Camp USA á Selfossi 6.-7. ágúst

Camp USA fer fram á Selfossi dagana 6.-7. ágúst næstkomandi. Þjálfarar við búðirnar eru þeir Mike Olson sem þjálfar við Kimball Union Academy, Jeff Trumbauer hjá Black Hill State University og Erik Olson þjálfari FSu. Aðstoðarþjálfarar við búðirnar verða þeir Baldur Þór Ragnarsson og Lárus Jónsson.

Camp USA eru fyrir börn og ungmenni á aldrinum 8-13 ára og 14-20 ára. Skráning fer fram á [email protected] 

Jeff Trumbauer þjálfari hjá Black Hills State University hefur stýrt búðum í Svíþjóð, Íslandi, Skotlandi, Ástralíu og víðar. Black Hills State University leikur í 2. deild NCAA háskólaboltans en Trumbauer mun þykja mikið þjálfaraefni vestanhafs. 

Mike Olson þjálfar miðskólaliðið Kimball Union Academy og hefur hann stýrt prógramminu þar á bæ síðastliðin sex ár. Margir af þeim leikmönnum sem hafa farið í gegnum liðið hjá Mike hafa síðar haldið áfram og leikið í 1. deild NCAA boltans. 

Erik Olson þekkja flestir en hann kom FSu upp í úrvalsdeild á síðustu leiktíð með sigri FSu á Hamri í oddaviðureign 1. deildar. Erik er einnig aðstoðarþjálfari U20 ára landsliðs karla. 

Fréttir
- Auglýsing -