spot_img
HomeFréttirCamp ME í sumar

Camp ME í sumar

Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson munu í sumar koma til með að halda æfingabúðir í júní fyrir krakka á aldrinum 11-17 ára.  Nákvæm dagsetning á búðirnar er ekki tilbúin en æfingarnar koma til með að verða stífa þær tvær helgar sem þær verða. "Okkur langar að leyfa krökkunum að kynnast því hvernig er að æfa hérna úti líkt og í skólanum okkar, þannig að þetta verður nokkuð þétt." sagði Martin Hermannsson í viðtal við Karfan.is

Líkt og flestir vita þá hafa þeir Martin og Elvar verið í vetur með liði LIU og þar hafa þeir fengið að kynnast allt öðrum vinnubrögðum en gengur og gerist hér heima.  "Ofaní þessar æfingar þá höldum við líka fyrirlestra fyrir þá sem koma á námskeiðið." bætti Martin við. 

Camp ME verður auglýst betur þegar nær dregur en vissulega er þarna á ferðinni gríðarlega spennandi kostur fyrir þá sem vilja kynnast þjálfunar aðferðum háskólaþjálfaranna. 

Fréttir
- Auglýsing -