spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaCallum Lawson til Keflavíkur

Callum Lawson til Keflavíkur

Keflvíkingar sem sitja í öðru sæti Dominos deildar karla tilkynntu fyrr í dag að liðið hafði samið við Callum Lawson um að leika með liðinu út tímabilið.

Í tilkynningu Keflavíkur segir.

Lawson er breskur og kemur hann hingað til landsins frá Umeå í Svíþjóð þar sem hann lék fyrri hluta þessa tímabils. Áður spilaði Lawson með Arizona Christian í NAIA háskóladeildinni þar sem að hann var talinn einn af betri mönnum liðsins.

Lawson á að baki leiki með U20 ára landslið Breta þar sem hann spilaði með Deane Williams núverandi leikmanni Keflavíkur. Lawson er um tveir metrar á hæð, góður skotmaður duglegur og góður varnarmaður. Ljóst er að Lawson mun auka breidd Keflvíkurliðsins verulega og styrkja liðið fyrir komandi átök seinni hluta keppnistímabilsins.

Keflavík hefur leik á árinu 2020 með heimaleik gegn Tindastól næstkomandi mánudagskvöld. Keflavík hafði sigur í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -