spot_img
HomeFréttirCalderon hetja Raptors í TD Banknorth Garden

Calderon hetja Raptors í TD Banknorth Garden

10:02
{mosimage}

(Calderon fór á kostum í fjarveru T.J. Ford í liði Raptors) 

Jose Calderon fékk villu og körfu góða fyrir Raptors gegn Celtics í NBA deildinni í nótt þegar 10,5 sekúndur voru til leiksloka. Calderon setti niður vítið og Celtics tókst ekki að svara fyrir sig þar sem þeir reyndu þriggja stiga körfu til að stela sigrinum. Lokatölurnar í TD Banknorth Garden voru 112-114 Raptors í vil þar sem þeir Eddie House og Ray Allen reyndu báðir að koma niður sigurkörfum fyrir Boston sem vildu ekki rata heim. Calderon var með 23 stig og 13 stoðsendingar fyrir Raptors og lék frábærlega í fjarveru T.J. Ford. Hjá Celtics var Kevin Garnett með 26 stig og 7 fráköst. 

Raptors voru sjóðheitir í nótt, settu niður 19 af 19 vítaskotum sínum, 15 af 21 þriggja stiga skoti og 40 af 69 teigskotum. Leikurinn í nótt var sjöundi tapleikur Boston Celtics í deildinni en þeir eru engu að síður enn á toppi Atlantshafsriðilsins og Toronto koma þar á eftir í 2. sæti.  

Þá komu Minnesota Timberwolves nokkuð á óvart í nótt er þeir lögðu Phoenix Suns 117-107 þar sem Al Jefferson fór hamförum með 39 stig og 15 fráköst í liði Timberwolves. Amaré Stoudemire gerði 33 stig og tók 6 fráköst í liði Suns. 

Önnur úrslit næturinnar: 

Philadelphia 76ers 78-86 Detroit Pistons

Charlotte Bobcats 95-102 Dallas Mavericks

Cleveland Cavaliers 121-85 Washington Wizards

Memphis Grizzlies 85-112 Orlando Magic

New Orleans Hornets 96-81 Portland Trailbalzers

Chicago Bulls 108-95 Indiana Pacers

San Antonio Spurs 103-91 LA Lakers

Denver Nuggets 107-100 Atlanta Hawks

Seattle Supersonics 107-109 Houston Rockets

LA Clippers 111-85 Sacramento Kings

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -