spot_img
HomeFréttirByrjunarlið Íslands gegn Þjóðverjum

Byrjunarlið Íslands gegn Þjóðverjum

Eftir um 15 mínútur hefst viðureign Íslands og Þýskalands í B-riðli á EuroBasket sem er jafnframt opnunarleikur keppninnar hér í Berlín. Þjálfarar liðsins hafa tilkynnt byrjunarliðið en það er lítið sem ætti að koma á óvart í þeim efnum.

Pavel Ermolinski 

Hörður Axel Vilhjálmsson

Jón Arnór Stefánsson

Haukur Helgi Pálsson

Hlynur Bæringsson

Nokkuð eins og við var að búast og byrjunarliðsuppstilling sem við eigum að venjast frá undirbúningsverkefnum liðsins í sumar. 

Þess má geta að hér ytra rignir yfir okkur hrakspám og skyldi engan undra en okkar menn eru vel stilltir og ræddu það mikið á blaðamannafundinum í gær að það væri mikilvægt að hemja spennuna eins og hægt væri. Við sjáum hvernig það tekst til. 

Heimamenn eru fjölmennir á pöllunum í þessari liðlega 13.000 manna höll, um 1000 Íslendingar eru í húsinu svo það eru 12.000 þýskir rassar á hinum sætunum, jú það heyrist „ögn“ meira í þeim en okkar fólk mun ekki láta sitt eftir liggja á pöllunum. 

Mynd/ [email protected] – Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til í Þýskalandi sem fyrrum liðsmaður Mitteldeutscher BC í Bundesligunni. 

Fréttir
- Auglýsing -