spot_img
HomeFréttirByrd og Bojan drógu vagninn í Hveragerði

Byrd og Bojan drógu vagninn í Hveragerði

01:00 

{mosimage}

 

Hamar/Selfoss komst í úrslit Lýsingarbikars karla í kvöld með spennusigri á Keflavík en leikurinn fór fram í Hveragerði. George Byrd og Bojan Bojovic gerðu báðir 17 stig í liði H/S en hjá Keflavík var Isma´il Muhammad með 16 stig.

 

Leikurinn var hádramatískur og er óhætt að segja að spennustigið hafi verið í hærra lagi undir það síðasta. Hamarsmenn byrjuðu á því að komast í 4-0 en lengra komust þeir ekki. Keflvíkingar skoruðu 8 næstu stig og síðan skiptust liðin á körfum. Keflavík voru orðnir 7 stigum yfir þegar Haddi setti þrist og minnkaði niður í 4 stig (12-16) og staðan eftir fyrsta leikhluta var svo 14-17.

 Í öðrum leikhluta var leikur H/S-manna ekki alveg að ganga upp og juku Keflvíkingar muninn smátt og smátt og virtust ætla að gera útaf við leikinn (19-29, 21-34, 23-35) og var staðan 26-35 í hálfleik og útlitið alls ekki bjart fyrir Hamarsmenn þó að Keflvíkingar væru ekki að spila mjög góðan bolta.  

Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri endaði og héldu Keflvíkingar áfram að bæta við (28-41, 30-43) og komust í 18 stiga forystu. (32-50) og stuðningsmenn H/S farnir að sætta sig við rassskellingu, Bojan og Byrd héldu H/S þó enn inni með 3 körfum í röð 38-50 en Keflvíkingar svöruðu því síðan með 4 stigum. Þá gerðist eitthvað stórvægilegt í leik Hamarsmanna því þeir skoruðu síðustu 11 stig fjórðungsins og staðan óvænt orðin 50-54 og þetta var orðinn leikur aftur.

Bojan skoraði síðan þrist í upphafi 4. leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig (53-54), Keflvíkingar skoruðu næst 4 stig og heimamenn svöruðu með 3 stigum, setja þrist og Svavar minnkar muninn með 2 vítum og staðan þá 58-61. Keflavík jók muninn 58-63 en H/S skoraði næstu 6 stig og komust yfir 64-63. Jón Hafsteinsson kom Keflvík aftur yfir 64-65 en þá komu 6 stig í röð og staðan 70-65 og rétt rúm mínúta eftir. Gunnar Einarsson minnkar muninn í 3 stig (70-67) en á lokamínútunni fara Byrd og Lalli báðir á línuna og setja annað vítið ofan í hvor og staðan því 72-67 og H/S í ansi góðri stöðu, það er brotið á Magnúsi þegar inna við hálf mínúta er eftir og fær hann 3 vítaskot. Magnús hittir öllum 3 ofan í og staðan 72-70 þegar Hamar fer í sókn, sóknin leysist upp í vitleysu en það eru aðeins 1,2 sek eftir af klukkunni þegar Keflvík tekur leikhlé og eiga boltann á miðju, en ná ekki að skora og því voru það heimamenn sem eru komnir í úrslit bikarsins og mæta ÍR í höllinni 17. febrúar  

www.hamarsport.is

Fréttir
- Auglýsing -