spot_img
HomeFréttirByrd og Bojan áfram í Hveragerði

Byrd og Bojan áfram í Hveragerði

21:00

{mosimage}

Lið Hamars kemur sterkt til leiks í haust en liðið heldur mörgum af burðarrásum liðsins frá síðasta ári. George Byrd, Bojan Bojovic, Marvin Valdimarsson og Lárus Jónsson hafa staðfest að þeir verði allir með liðinu ásamt því að Pétur Ingvarsson mun stjórna því 10. tímabilið í röð. Þetta staðfesti Lárus Ingi Friðfinnsson, formaður Kkd. Hamars, í samtali við Karfan.is.

Báðir meistaraflokkarnir hefja undirbúningstímabil sitt 1. júlí og þangað til verða liðin að undirbúa sig með lyftingum.

Ljóst er að metnaður forráðamanna Hamar er mikill og félagið ætlar að gera enn betur en í fyrra.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -