spot_img
HomeFréttirByrd farinn frá Hamri

Byrd farinn frá Hamri

22:36

{mosimage}
(Byrd í leik gegn Stjörnunni)

George Byrd, bandaríski leikmaður, Hamars í Iceland Express-deild karla hefur yfirgefið félagið og samið við svissneska liðið Geneve Devils. Hann fór af landi brott í dag

Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, staðfesti þetta við Karfan.is og sagði að nú stæði yfir leit að nýjum bandarískum leikmanni.

Hamar á næst leik á sunnudag í Iceland Express-deild karla en þá fara þeir norður og heimsækja Sauðkrækinga.

George Byrd kom til Hamars í fyrra og lék 19 leiki með þeim í Iceland Express-deildinni. Hann skoraði 18.2 stig, tók 13 fráköst og varði 2 skot í leik. Í vetur hefur hann leikið 11 úrvalsdeildarleiki og skorað í þeim 16 stig, tekið 11,8 fráköst.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson – www.flickr.com/Snorriorn

Fréttir
- Auglýsing -