spot_img
HomeFréttirBýr hjá gömlu fólki og fær fersk epli úr garðinum

Býr hjá gömlu fólki og fær fersk epli úr garðinum

"Mér fannst ég standa mig vel svo sem í dag fyrir það að vera spila hérna í 3 daga en maður small vel saman með strákunum" sagði Haukur Helgi Pálsson um sína fyrstu viku í Þýskalandi en í gær spilaði kappinn sinn fyrsta leik í Bundes deildinni þarlendis.  MBC urðu að fella sig við 72-79 ósigur á heimavelli gegn Phoenix Hagen. Haukur var í byrjunarliði MBC og skoraði 11 stig á tæpum 33 mínútum. Haukur var einnig með 8 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta. 

Stigahæstur í liði MBC í leiknum var Chris Otule með 16 stig. 

Næsti leikur MBC er á útivelli þann 7. október næstkomandi þegar liðið mætir Telekom Bsk.

 

"Við erum ungir og vantar reynslumeiri leikmenn en vantaði kannski líka pung til að skjóta í síðasta leikhlutanum." sagði Haukur um leikinn í gær.  

"En ég er að koma mér ágætlega fyrir svo sem. Á meðan ég er á reynslu bý ég inná einhvejru gömlu fólki og eru þau dugleg að koma með epli úr garðinum til mín og svona mjög indæl en tala enga ensku þannig samskiptin okkar eru ekki upp á marga máta. Ég veit ekki hvað þeir hjá liðinu eru að hugsa hvað varðar framhaldið en það kemur í ljós, bara einn leikur búin þannig að erfitt að segja til um hvort þeir bjóði manni samning út timabilið eða hvað þeir vilja gera." sagði Haukur 

Fréttir
- Auglýsing -