spot_img
HomeFréttirBuzzer skot frá Lisu og Keflavík leiða 1-0

Buzzer skot frá Lisu og Keflavík leiða 1-0

 Líkast til einn skemmtilegasti leikur vetrarins fór fram í Keflavík í dag þegar úrslitin í kvennaboltanum hófst. Gestirnir úr Njarðvík voru í kjörstöðu þegar 5 sekúndur voru til loka leiks en heilladísirnar voru Keflavíkurmegin þegar lokaflautið gall í lok leiks. 
Leikur þessi var frábær skemmtun frá upphafi til enda og gefur góð fyrirheit á næstu leiki milli þessara tveggja liða. Fyrirfram var búist við því að Keflavík myndi jafnvel vera í bílstjórasætinu og að Njarðvík myndi hugsanlega stríða þeim aðeins. En leikurinn var algerlega hnífjafn fram á síðustu mínútu. 
 
Öllum að óvörum þá leiddu gestirnir í grænu með 4 stigum í hálfleik.  Það var ekki fyrr en í þriðja leikhluta að Keflavík náði góðu áhlaupi og virtust ætla að koma sér í þægilegt forskot. En það varð alls ekki staðreyndin því Njarðvík náði með sterkum leik að koma sér aftur  í hælana á heimaliðinu. 
 
Síðustu 3 mínútur leiksins voru hreint út sagt frábærar. Liðin skiptust ýmist á forystu eða þá að staðan var jöfn.  Þegar um 20 sekúndur voru til loka leiks héldu Njarðvíkurstúlkur til sóknar og staðan 72:70 heimastúlkum í vil.  Eftir 15 sekúndna sókn setti Dita Liepkalne niður risastóran þrist við mikin fögnuð þeirra fjölmargra Njarðvíkinga sem mættu til leiks og studdu stúlkurnar vel.  5 sekúndur voru til leiksloka og Keflavík átti innkast á miðju.  Marina Caran sem átti prýðis leik fékk boltann og keyrði inn í teig þar sem hún virtist hreinlega missa boltann og Julia Dermirer var komin með hann í sínar hendur en falaðist að læsa höndum um boltann og barst hann þá áfram til Lisu Karcic sem stóð ein og óvölduð undir körfunni og lagði hann pent oní um leið og flautann gall. 
 
Svo sannarlega lukkudísirnar á bandi Keflavíkur að þessu sinni. En leikurinn í heild sinni frábær skemmtun og er það nokkuð ljóst að næst komandi dagar munu verða fróðlegir í þessari seríu. 
 
 
Texti/Mynd: SbS
Fréttir
- Auglýsing -