spot_img
HomeFréttirBuxnalaust í Stykkishólmi?

Buxnalaust í Stykkishólmi?

Fyrirsögnin ætti nú kannski ekki að koma mörgum  úr jafnvægi en þetta virðist hinsvegar vera staðreyndin því í síðustu tveimur heimaleikjum kvennaliðs Snæfells hafa leikmenn gestaliðanna þurft að halda heim á leið í stuttbuxunum sem þær léku leikinn í.  Samkvæmt heimildum hófst þessi buxnastuldur í kvennaleik Snæfells og UMFN nú um daginn. Þá hurfu svokallaðar “hjólabuxur” sem einn leikmaður liðsins kom í til leiksins. 
 
Og nú í gærkvöldi eftir leik Snæfell og UMFG kom í ljós að tvær buxur hefðu horfið úr kvennaklefa UMFG.  Óhætt er því að spurja sig hvort eitthvert buxnaleysi sé í Hólminum meðal kvennpeningsins? Gestalið ættu hinsvegar ekki að örvænta eða venja sig á að pakka auka buxnapari í töskuna því málið hefur verið upplýst og allt var leyst í bróðerni hjá öllum aðilum samkvæmt sömu heimildum.  
 
ATH Myndin kemur fréttinni að engu leyti við nema hvað að þessir “krullukappar” eru ótrúlega svalir í þessum buxum.
Fréttir
- Auglýsing -