spot_img
HomeFréttirButler verður ekki með í úrslitunum

Butler verður ekki með í úrslitunum

Caron Butler, framherji Dallas, verður ekki með liði sínu í úrslitum gegn Miami. Butler sem er búinn að vera meiddur allt þetta ár mun því halda áfram að horfa á leikinn af pöllunum.
Butler þykir snjall leikmaður en hann meiddist 1. janúar á hné og hefur verið frá síðan. Einhverjar vangaveltur voru uppi um það að hann yrði búinn að jafna sig á meiðslunum fyrir viðureignina við Miami en það er ólíklegt.
 
Rick Carlisle, þjálfari Dallas, sagði það ólíklegt að hann yrði með en vildi þó ekki alveg slá það út af borðinu.
 
Butler var að vonast eftir því að geta byrjað að spila í úrslitakeppninni en hann er byrjaður að skjóta á æfingum. Læknar liðsins hafa þó ekki viljað leyfa honum að byrja spila.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -