spot_img
HomeFréttirButler og UCONN leika til NCAA úrslita

Butler og UCONN leika til NCAA úrslita

 
Undanúrslitaviðureignirnar í bandaríska háskólakörfuboltanum fóru fram í nótt þar sem UCONN og Butler höfðu sigra og mætast því í úrslitum um titilinn á mánudagskvöld. UCONN vann Kentucky 56-55 og Butler hafði betur gegn VCU 70-62.
Butler 70-62 VCU
Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1991 þar sem silfurlið ársins á undan (Butler) kemst aftur í úrslitaleik keppninnar. Shelvin Mack var stigahæstur hjá Butler með 24 stig en hjá VCU var Jamie Skeen með 27 stig.
 
UCONN 56-55 Kentucky
Áhorfendamet var slegið á leiknum í Houston þar sem 75.421 áhorfendur létu vel í sér heyra á pöllunum. Kemba Walker gerði 18 stig fyrir UCONN í leiknum en fleiri stigu upp að þessu sinni enda ekki vanþörf á gegn sterku liði Kentucky.
 
Það eru því Butler og UCONN sem leika til úrslita á aðfararnótt þriðjudags.

Mynd/ Kemba Walker í háloftunum gegn Kentucky í nótt.

Fréttir
- Auglýsing -