Valskonur í Domino´s deild kvenna létu Jaleesa Butler fara frá félaginu á dögunum en hún fór ekki langt og er nú á mála hjá toppliði Breiðabliks í 1. deild kvenna.
Butler lék sinn fyrsta leik með Blikakonum í gær og það vantaði ekki stórleikinn. Myndarleg þrenna sem Butler splæsti í með 22 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar í öruggum 59-85 sigri geg Fjölni á útivelli.
Með sigrinum jöfnuðu Blikar Fjölni, Tindastól og Stjörnuna á toppi deildarinnar og ljóst að baráttan framundan gæti orðið gríðarleg.
Staðan í 1. deild kvenna
| Nr. | Lið | U/T | Stig |
|---|---|---|---|
| 1. | Breiðablik | 6/2 | 12 |
| 2. | Fjölnir | 6/2 | 12 |
| 3. | Tindastóll | 6/3 | 12 |
| 4. | Stjarnan | 6/4 | 12 |
| 5. | Þór Ak. | 4/5 | 8 |
| 6. | Grindavík b | 3/3 | 6 |
| 7. | FSu | 2/7 | 4 |
| 8. | Laugdælir | 0/7 | 0 |
Mynd úr safni/ Jaleesa Butler í leik með Val en er nú á mála hjá Breiðablik.



