Ísak Máni Wíum og menn hans í St. Pölten gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Gunners Oberwart í úrvalsdeildinni í Austurríki, 89-87.
Sigurinn var nokkuð kærkominn fyrir Ísak og félaga þar sem þeir höfðu tapað nokkrum í röð, en síðast unnu þeir leik um miðjan október. Eftir leikinn er liðið í 8. sæti deildarinnar með sex stig.
Ísak fór til Austurríkis fyrir yfirstandandi tímabil og tók við stöðu aðstoðarþjálfara St. Pölten ásamt því að þjálfa ungmennalið þeirra og vera yfir yngri flokka starfi hjá félaginu.



