Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Golden State Warriors urðu fyrsta lið deildarinnar til að vinna 20 leiki á tímabilinu. Þá tóku Chicago Bulls sig til og stöðvuðu 13 leikja sigurgöngu San Antonio Spurs á útivelli.
Stephen Curry var stigahæstur með 26 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar í 99-106 útisigri Golden State gegn Utah Jazz. Hjá Utah var Joe Ingles stigahæstur komandi af bekknum með 21 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.
Chicago Bulls lögðu San Antonio Spurs 95-91 og stöðvuðu þar með 13 leikja sigurgöngu Spurs á útivelli í deildinni. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Bulls með 20 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar og Rajon Rondo var aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni með 12 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá Spurs var Kawhi Leonard atkvæðamestur með 24 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar.
Þá kastaðist einnig til tíðinda hjá Philadelphia 76ers sem unnu sinn fimmta leik á tímabilinu með 88-99 útisigri gegn New Orleans Pelicans. Ersan Ilyasova var stigahæstur hjá 76ers með 23 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar en Anthony Davis gerði 26 stig og tók 11 fráköst í liði Pelicans.
Öll úrslit næturinnar:
Raptors 124-110 Timberwolves
Wizards 92-85 Nuggets
Grizzlies 88-86 Trailblazers
Pelicans 88-99 76ers
Jazz 99-106 Warriors
Bulls 95-91 Spurs
Myndbönd næturinnar



