spot_img
HomeFréttirBulls stöðva heitu liðin

Bulls stöðva heitu liðin

Chicago Bulls eru alltaf með einhver leiðindi þessi dægrin eins og að skemma fjörið hjá heitum liðum í NBA deildinni. Bulls lögðu New York Knics í nótt 118-111 eftir framlengdan leik og bundu þar með enda á þrettán leikja sigurgöngu Knicks. Fyrir ekki margt löngu síðan fengu meistarar Miami að kenna á Bulls þegar meistararnir voru langt komnir að meti Lakers um lengstu sigurgöngu í NBA deildinni.
 
Nate ,,margur er knár þótt hann sé smár” Robinson gerði 35 stig í leiknum fyrir Bulls en 36 stig og 19 fráköst hjá Carmelo Anthony dugðu ekki til fyrir Knicks að þessu sinni. Þrátt fyrir tapið í nótt eru Knicks enn í 2. sæti austurstrandarinnar með 65% sigurhlutfall og Bulls í 5. sæti með 55% sigurhlutfall.
 
Þá fóru Durant og félagar í Oklahoma í heimsókn til Golden State og höfðu þar betur gegn heimamönnum 97-116.
 
Tilþrif næturinnar
 
 
Úrslit næturinnar

FINAL
 
8:00 PM ET
NYK
111
CHI
118
30 29 23 23
 
 
 
 
 
23 31 26 25
111
118
Overtime
 
Highlights
 
FINAL
 
10:30 PM ET
OKC
116
GSW
97
31 29 36 20
 
 
Fréttir
- Auglýsing -