spot_img
HomeFréttirBulls-Raptors í beinni á NBA TV í nótt

Bulls-Raptors í beinni á NBA TV í nótt

14:00 

{mosimage}

 

 

Sjö leikir eru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og kl. 01:30 verður leikur Chicago Bulls og Toronto Raptors sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Leikurinn fer fram á heimavelli Bulls í United Center.

 

Bulls hafa ekki farið nægilega vel af stað þetta tímabilið. Þeir hafa einungis unnið einn af fyrstu fimm leikjunum sínum en Toronto eru með 50% sigurhlutfall. Hafa unnið þrjá leiki og tapað þremur. Sagan er þó á bandi Bulls í kvöld því Bulls hafa unnið átta af síðustu níu heimaleikjum gegn Toronto Raptors.

 

Aðrir leikir næturinnar:

 

Orlando Magic – Phoenix Suns

Indiana Pacers – Denver Nuggets

New Jersey Nets – Boston Celtics

Utah Jazz – Memphis Grizzlies

Sacramento Kings – Minnesota Timberwolves

Portland Trailblazers – Dallas Mavericks

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -