spot_img
HomeFréttirBulls og Heat taka 2-0 forystu í austrinu

Bulls og Heat taka 2-0 forystu í austrinu

 
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem Chicago Bulls og Miami Heat tóku 2-0 forystu í sínum rimmum. Bulls lögðu Indiana Pacers 96-90 og Heat lögðu Philadelphia 76ers 94-73.
Chicago Bulls 96 – 90 Indiana Pacers
Bulls 2-0 Pacers
Derrick Rose heldur áfram að hrella Pacers og gerði 36 stig í nótt, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Næstur í röðinni á eftir Rose hjá Bulls var Carlos Boozer með 17 stig og 16 fráköst. Hjá Indiana var Danny Granger atkvæðamestur með 19 stig. Darren Collison meiddist á fæti í leiknum og lék aðeins í rúmar 14 mínútur en þessi leikstjórnandi Indiana náði þó að koma að 8 stigum áður en hann kvaddi völlinn.
 
Miami Heat 94 – 73 Philadelphia 76ers
Het 2-0 76ers
LeBron James var stigahæstur hjá Heat í nótt með 29 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Chris Bosh bætti við 21 stigi og 11 fráköstum. Hjá 76ers var Thaddeus Young með 18 stig og 6 fráköst af bekknum en byrjunarlið 76ers var ekki að finna taktinn í leiknum og stigahæsti leikmaður byrjunarliðsins skoraði aðeins 12 stig!
 
Mynd/ LeBron átti sterkan leik með Heat í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -