spot_img
HomeFréttirBulls með 60, Heat skellti Boston

Bulls með 60, Heat skellti Boston

9 leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.  Hart var barist á fremstu víglínum austurdeildar því Orlando Magic tók á móti efsta liðinu, Chicago Bulls, á meðan Miami Heat og Boston Celtics tókust á í Suður-Flórída.

Það virðist fátt geta stöðvað Chicago Bulls þessa dagana.  Liðið vann sinn sjöunda leik í röð í nótt, og þar með sinn sextugasta á tímabilinu, gegn Dwight Howard-lausum Orlando Magic.  Derrick Rose fór á kostum enn eina ferðina og sallaði niður 39 stigum fyrir Bulls en Ryan Anderson fór fyrir heimamönnum í Magic með 28 stig, lokatölur 102-99 fyrir Bulls.  Það var öllu meira óspennandi leikur sem fór fram syðra í Flórída þar sem heimamenn í Miami Heat tóku Boston Celtics í kennslustund.  Miami komst þar með upp fyrir Boston í annað sæti austurdeildar.  LeBron James skoraði 27 stig fyrir heimamenn í Heat en Paul Pierce var stigahæstur grænna með 24 stig, lokastaðan 100-77, Heat í vil. 

Önnur úrslit að neðan.

Detroit Pistons-Charlotte Bobcats (112-101)

New Jersey Nets-Toronto Raptors (92-99)

New Orleans Hornets-Memphis Grizzlies (89-111)

New York Knicks-Indiana Pacers (110-109)

Phoenix Suns (90-115)

Sacramento Kings-Golden State Warriors (104-103)

Oklahoma City Thunder-Los Angeles Lakers (120-106)

Elías Karl

Fréttir
- Auglýsing -