Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Derrick Rose og félagar í Chicago Bulls unnu sinn áttunda heimasigur í röð þegar Miami Heat kom í heimsókn. Lokatölur leiksins voru 99-96 Bulls í vil en Heat léku án LeBron James sem er fjarri góðu gamni sökum tognunar í ökkla.
Derrick Rose fór venju samkvæmt mikinn í liði Bulls með 34 stig og 8 stoðsendingar en Dwyane Wade gerði 33 stig í liði Heat og tók 6 fráköst. Sigur Bulls var ansi mikilvægur því liðið er í 3. sæti austurstrandarinnar með 68% vinningshlutfall á meðan Heat eru í 2. sæti með 71% vinningshlutfall. Á toppnum eru svo Boston Celtics með 77% vinningshlutfall.
Önnur úrslit næturinnar:
Atlanta 106-112 Houston
Charlotte 81-88 New Orleans
Washington 98-95 Toronto
Detroit 110-106 Sacramento
Memphis 89-70 Dallas
(Dirk Nowitzki lék sinn fyrsta leik með Dallas eftir níu leikja fjarveru en var hent út úr húsi í þriðja leikhluta eftir að hafa fengið tvær tæknivillur í röð)
Minnesota 99-108 Orlando
Denver 127-99 Cleveland
Portland 96-89 New Jersey
Mynd/ Rose og félagar í Bulls unnu mikilvægan sigur á Heat í nótt.