spot_img
HomeFréttirBulls komnir með tvo sigra gegn Boston

Bulls komnir með tvo sigra gegn Boston

 

Þrír leikir fóru fram í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Leikirnir allir seinni fyrstu leikir liðanna sem voru ofar í töflunni á heimavelli, svo að nú færast seríurnar allar í tvo leiki til útivallarliðanna. Einvígi Milwaukee Bucks gegn Toronto Raptors og Utah Jazz gegn Los Angeles Clippers bæði jöfn 1-1. Nokkuð óvænt eru Chicago Bulls komnir með yfirhöndina gegn Boston Celtics 2-0. Bulls er fyrsta áttunda sætis liðið til þess að komast í 2-0 forystu í einvígi síðan að Los Angeles Lakers gerðu það tímabilið 1992-1993.

 

Leikmaður Boston Celtics, Marcus Smart, eitthvað óhress með aðdáanda á heimavelli sínum í leiknum:

 

Marcus Smart, BRUH. _x1f602_

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

 

Úrslit næturinnar

 

Milwaukee Bucks 100 – 106 Toronto Raptors

Einvígið er jafnt 1-1

 

Chicago Bulls 111 – 97 Boston Celtics

Bulls leiða seríuna 2-0

 

Utah Jazz 91 – 99 Los Angeles Clippers

Einvígið er jafnt 1-1

Fréttir
- Auglýsing -