spot_img
HomeFréttirBulls komið í 3-2 gegn Atlanta

Bulls komið í 3-2 gegn Atlanta

 
Einn leikur fór fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þegar Chicago Bulls tók 3-2 forystu gegn Atlanta Hawks í undanúrslitum austurstrandarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Bulls og voru lokatölur 95-83 Bulls í vil þar sem Derrick Rose gerði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar í liði heimamanna.
Luol Deng bætti svo við 23 stigum og 4 fráköstum hjá Bulls og Carlos Boozer gerði 11 stig og tók 12 fráköst. Hjá Hawks var Jeff Teague með 21 stig, 7 stoðsendingar og 4 fráköst og Josh Smith bætti við 16 stigum og 7 fráköstum.
 
Sjötti leikur liðanna fer fram á heimavelli Atlanta aðfararnótt föstudags en takist Bulls að landa þar sigri tryggja þeir sér sæti í úrslitum austurstrandarinnar.
 
Mynd/ Luol Deng steig upp með Derrick Rose í liði Bulls í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -