spot_img
HomeFréttirBulls í undanúrslit í austrinu

Bulls í undanúrslit í austrinu

 
Chicago Bulls komust í nótt í undanúrslit austurstrandar NBA deildarinnar er þeir sendu Indiana Pacers í sumarfrí. Rimman fór 4-1 Bulls í vil. Orlando minnkaði muninn í 2-3 gegn Atlanta og Lakers tóku 3-2 forystu gegn New Orleans Hornets.
Chicago Bulls 116 – 89 Indiana Pacers
Bulls vann einvígið 4-1
Derrick Rose gerði 25 stig í leiknum og gaf 6 stoðsendingar fyrir Bulls og Luol Deng bætti við 24 stigum, 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Hjá Indiana var Danny Granger með 20 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.
 
Orlando Magic 101 – 76 Atlanta
Orlando 2–3 Atlanta
Jason Richardson gerði 17 stig í liði Magic og Dwight Howard hafði afar hægt um sig í leiknum með 8 stig og 8 fráköst. Hjá Hawks var Josh Smith með 22 stig og 11 fráköst.
 
LA Lakers 106 – 90 New Orleans Hornets
Lakers 3-2 New Orleans
Sex leikmenn Lakers gerðu 11 stig eða meira í leiknum, atkvæðamestur þeirra var Kobe Bryant með 19 stig en Andrew Bynum gerði 18 stig og tók 10 fráköst. Hjá Hornets var Ariza með 22 stig, Belinelli 21 og Chris Paul 20 og 12 stoðsendingar.
 
Mynd/ Rose og félagar í Bulls eru komnir áfram í undanúrslit í austrinu.
 
Fréttir
- Auglýsing -