spot_img
HomeFréttirBulls bekkurinn gerði 47 stig í sigri gegn Heat

Bulls bekkurinn gerði 47 stig í sigri gegn Heat

Topplið austurstrandarinnar mættust í nótt þar sem Chicago Bulls færðu Miami Heat annað tapið sitt í röð eftir framlengda spennuviðureign. Liðin mættust á heimavelli Bulls þar sem Derrick Rose var komin í búning að nýju og heimamenn lögðu gestina 86-96. Kyle Korver stal senunni með 17 stigum af bekknum fyrir Bulls en kappinn setti 5 af 6 þristum sínum í leiknum. Bulls voru einráðir í framlengingunni og gerðu 12 stig gegn 2 frá gestum sínum í Heat.
Stigahæstur hjá Bulls var Carlos Boozer með 19 stig og 11 fráköst en Rose sem var í byrjunarliðinu og lék í tæpar 26 mínútur gerði aðeins tvö stig í leiknum og var 1 af 13 í teignum og 0 af 3 í þristum.
 
Hjá Heat var LeBron James með 30 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar og Dwyane Wade bætti við 21 stigi, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum. Bekkurinn hjá Heat gerði aðeins 7 stig í leiknum en bekkurinn hjá Bulls 47!
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Charlotte 85-109 Detroit
Minnesota 82-95 LA Clippers
San Antonio 107-97 Memphis
Golden State 103-112 Dallas
 
  
Fréttir
- Auglýsing -