spot_img
HomeFréttirBullock yfirgefur Real Madrid

Bullock yfirgefur Real Madrid

Bandaríski bakvörðurinn Louis Bullock hefur samið við Cajasol frá Seville í spænsku úrvalsdeildinni og leikur með þeim á næstu leiktíð. Bullock hefur verið einn sterkasti bakvörður spænsku deildarinnar undanfarin ár en hann hefur leikið með Real Madrid síðan árið 2004.
Cajasol verður þriðja liðið sem þessi 34 ára gamli bakvörður leikur með á Spáni en hann var áður á mála hjá Unicaja Malaga sem og Real Madrid.
 
Bullock þekkir þjálfara Cajasol afar vel en hann lék undir hans stjórn hjá Real Madrid fyrir nokkrum árum en þá vann félagið spænsku deildina ásamt Uleb-bikarinn árið 2007.
 
 
Ljósmynd/ Louis Bullock hefur söðlað og fer til Seville. Reynslan hans mun nýtast liðinu vel á næstu leiktíð.
 
Fréttir
- Auglýsing -