spot_img
HomeFréttirBuljan og Montgomery yfirgefa Njarðvík

Buljan og Montgomery yfirgefa Njarðvík

Dominos deildarlið Njarðvíkur, Zvonko Buljan og Ryan Montgomery hafa sagt upp samningum sínum og munu leikmennirnir því ekki vera með liðinu þegar að deildin fer aftur af stað. Samkvæmt heimildum mun það hafa verið að frumkvæði leikmannana.

Báðir léku leikmennirnir einn deildarleik fyrir Njarðvík, en þar sigraði liðið KR í fyrsta og eina deildarleik Dominos deildarinnar það sem af er tímabili. Buljan var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir háttsemi sína í leiknum.

Fréttir
- Auglýsing -