spot_img
HomeFréttirBúið strax í byrjun í Garðabæ

Búið strax í byrjun í Garðabæ

Stjarnan tók á móti Hamri í Subway deild karla í kvöld. Stjörnumenn höfðu tapað tveimur leikjum í röð fyrir kvöldið, en gestirnir sátu stigalausir á botni deildarinnar.

Leikur kvöldsins varð aldrei spennandi. Stjörnumenn spóluðu fram úr Hvergerðingum strax í fyrsta leikhluta og höfðu 34 stiga forskot að honum loknum, 42-8. Ótrúlegar tölur.

Eftir þetta náðu gestirnir aldrei að ógna Garðbæingum að ráði, og varð eftirleikurinn þægilegur fyrir Stjörnuna. Lokatölur voru 26 stiga sigur Garðbæinga, 101-75.

Antti Kanervo var stigahæstur Stjörnunnar með 23 stig, en hjá Hamri skoraði Frank Kamgain 26 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -