spot_img
HomeFréttirBúið að raða dómurum á bikarúrslitaleikina

Búið að raða dómurum á bikarúrslitaleikina

16:30
{mosimage}

(Kristinn mun dæma sinn sjöunda bikarúrslitaleik um helgina) 

Nú er það ljóst hvaða dómarar munu dæma úrslitaleikina í Lýsingarbikarnum næstkomandi sunnudag. Það verða þeir Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Guðmundsson sem dæma munu bikarúrslitaleik kvenna kl. 14:00 á sunnudag og þeir Kristinn Óskarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson munu dæma bikarúrslitaleik karla sem hefst kl. 16:00 strax að kvennaleiknum loknum. 

Rögnvaldur Hreiðarsson er þaulreyndur dómari en á sunnudag mun Jón Guðmundsson dæma sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Þá mun Eggert Þór Aðalsteinsson dæma sinn fyrsta bikarúrslitaleik í karlaflokki og með honum er reynsluboltinn Kristinn Óskarsson sem dæmir sinn sjöunda bikarúrslitaleik í karlaflokki. 

14:00
Haukar-Grindavík
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Guðmundsson 

16:00
Snæfell-Fjölnir
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson
 

www.lysingarbikarinn.is

Fréttir
- Auglýsing -