8:40
{mosimage}
Argentínumenn fagna gullinu á Ólympíuleikunum 2004
Nú þegar forkeppni Ólympíuleikanna er lokið er endanlega ljóst hvaða 12 lið taka þátt í körfuboltakeppni karla á leikunum. Þjóðverjar voru síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í keppninni sem hefst 10. ágúst með leik Rússa og Írana.
Riðlarnir líta þannig út að í A riðli eru Argentína, Ástralía, Íran, Króatía, Litháen og Rússland en í B riðli eru Angóla, Bandaríkin, Grikkland, Kína, Spánn og Þýskaland.
Eins og fyrr segir hefst keppnin að morgni 10. ágúst með leik Rússa og Írana, aðrir leikir þann dag eru Þýskaland – Angóla, Spánn – Grikkland, Litháen – Argentína, Ástralía – Króatía og Bandaríkin – Kína.
Úrslitaleikurinn er svo 24. ágúst.
Karfan.is er að reyna að grafa upp dagskrá RÚV frá Ólympíuleikunum til að sjá hvaða leiki þeir muni sýna.
Mynd: Ekki vitað



