spot_img
HomeFréttirBúið að draga í forkeppni bikarkeppni yngri flokka

Búið að draga í forkeppni bikarkeppni yngri flokka

13:50 

{mosimage}

(Frá einni af hinum skemmtilegum bikarhelgum yngri flokka) 

Í gær var dregið í forkeppni að 16 liða úrslitum bikarkeppni yngri flokka. Forkeppni þarf að halda í 10. og 9. flokki karla. Þátttaka í bikarkeppninni er góð en alls senda 24 félög lið til keppni í bikarkeppninni í vetur. Að auki eru 5 b-lið skráð til keppni. Mest var þátttakan í 10. flokki karla en þar eru 22 lið skráð til leiks. Í 9. flokki karla eru liðin 20. 

Dregið var í forkeppni að 16-liða úrslitunum í þessum 2 flokkum í dag og eftirfarandi lið drógust saman. 

10. flokkur karla: 

FSu – Valur

Keflavík – KFÍ

Breiðablik b – Snæfell

Tindastóll – Reykdælir

Höttur – Þór Ak

UMFH – Breiðablik 

9. flokkur karla: 

ÍBV – ÍR b

KFÍ – FSu

Valur – Breiðablik

Þór Þ – Fjölnir 

Sigurvegarar úr þessum viðureignum munu komast áfram í 16-liða úrslitin sem verða leikin í lok nóvember.

 

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -