Í nótt fóru átta leikir fram í NBA deildinni þar sem Milwaukee Bucks komu nokkuð á óvart og bundu enda á fimm leikja sigurgöngu LA Lakers og Dallas Mavericks gerðu góða ferð suður til Orlando þar sem þeir lögðu heimamenn 99-105.
Lakers 79-98 Milwaukee Bucks
Milwaukee fór mikinn í fjórða leikhluta og unnu hann 26-13! Earl Boykins kom sterkur af bekknum hjá Bucks með 22 stig en hjá Lakers var Kobe Bryant með 21 stig. Dallas hefur nú unnið fjóra deildarleiki í röð.
Orlando 99-105 Dallas
Caron Butler var stigahæstur í liði Dallas með 20 stig en sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. Hjá Orlando var Dwight Howard með tröllatvennu, 26 stig og 23 fráköst.
Önnur úrslit næturinnar:
Charlotte 81-99 Oklahoma
Chicago 121-76 Philadelphia
Memphis 94-101 New Jersey
Sacramento 109-117 Golden State
Mynd/ Bogut og félagar lögðu Lakers í Staples Center.




