spot_img
HomeFréttirBrynjar til Bandaríkjanna

Brynjar til Bandaríkjanna

16:31

{mosimage}

Það verður eflaust nóg að gefa í áritunum hjá Brynjari 

Eins og fólk hefur eflaust tekið eftir í sumar hefur verið umræða í körfuboltaheiminum um hvar KR ingurinn Brynjar Þór Björnsson mun leika næsta vetur. Nú eru þau mál nokkurn vegin komin á hreint og vantar Brynjar aðeins áritun frá bandaríska sendiráðinu til að allt sé komið.

Hann mun leika með NCAA II deildar skólanum Francis Marion University í Suður Karolínu fylki. Þjálfari þar er Gary Edwards sem þjálfaði Fal Harðarson á árunum 1991-94 þegar hann lék með Charleston Southern University og þá þjálfaði Edwards einnig Fannar Ólafsson. Karfan.is greindi einmitt frá því í vor að skólinn hefði áhuga á Brynjari og einnig Jóhanni Ólafssyni.

Brynjar sagði í spjalli við karfan.is að hann væri spenntur að komast út og það væri hans markmið að fá að spila helling og vera aðalkallinn í liðinu. Hann sagðist hafa sagt þjálfara liðsins að hann vildi helst fá að leika „combo guard”, þ.e. að koma stundum upp með boltann og vera einnig skotbakvörður. Það hafi honum líkað best í yngri flokkunum en ekki sýnt mikið af því í meistaraflokknum en bestu leikirnir hafi verið þegar hann fékk það hlutverk.

Það verður fróðlegt að fylgjast með Brynjari í bandaríska boltanum.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -