spot_img
HomeFréttirBrynjar Þór í bandaríska háskólaboltann

Brynjar Þór í bandaríska háskólaboltann

12:49

{mosimage}

Heimasíða KR greinir frá því að Brynjar Þór Björnsson leikmaður liðsins muni leika í Bandaríkjunum næstu 4 árin. Þar mun hann leika með skólaliði High Point háskólans sem gerði honum tilboð og verður hann á skólastyrk en jafnframt körfuboltanum mun Brynjar sinna námi við skólann.

Lið High Point leikur í NCAA 1 deildinni og í sama riðli og Birmingham Southern sem Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Freyr Margeirsson léku með á sínum tíma.

Það verður fróðlegt að fylgjast með Brynjari með al þeirra bestu í bandaríska háskólaboltanum.

Frétt á heimasíðu KR.

[email protected]

Mynd: Stefán Helgi Valsson

Fréttir
- Auglýsing -