spot_img
HomeFréttirBrynjar Þór hetjan og KR einum leik frá Íslandsmeistaratitli

Brynjar Þór hetjan og KR einum leik frá Íslandsmeistaratitli

KR tók forystuna í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla í kvöld með sigri á Tindastól í Síkinu. Leikurinn var æsispennandi og réðst á lokaandartökunum. 

 

Umfjöllun um helstu þætti leiksins má finna hér að neðan:

 

Þáttaskil:

 

Hann var kaflaskiptur leikurinn á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll var með forystu meirihluta fyrri hálfleiks og munurinn aldrei meiri en sjö stig. Um miðbik þriðja leikhluta komst Tindstóll í átta stiga forystu og stemmningin virtist algjörlega með þeim. 

 

Við það tók KR leikhlé og leikurinn snerist algjörlega. Gestirnir náðu frábæru áhlaupi og varð munurinn mestur 12 stig. Stólarnir gáfu ekkert eftir og komust hægt og rólega aftur inní leikinn. Illa gekk hjá báðum liðum að setja körfur á loka mínútum en þegar 20 sekundur voru eftir setti Pétur Rúnar ótrúlega körfu til að jafna leikinn. 

 

Af stað fór ótrúlegar lokasekúndur þar sem Tindastóll gerði vel varnarlega og braut á KR þegar 3,1 sekúnda var eftir. KR átti vítakast við bekk Tindastóls, Pavel tók boltann inn, sendi á Brynjar Þór við hliðarlínuna sem bjó sér til skot með Pétur Rúnar í andlitinu á sér. Viti menn, boltinn rataði ofaní rétt áður en lokaflautið gall og sigurinn KRinga. 

 

 

Hetjan og skotið:

 

Það er alveg sama hvað tölfræðin segir, þegar þú segir sigurkörfuna þá eru hetjan. Brynjar Þór Björnsson er besti klöts skotmaður landsins, jafnvel fyrr og síðar. Þetta lokaskot var mjög erfitt og gæti reynst ákveðin þátttaskil í eltingaleik KR að fimmta titlinum í röð. Brynjar endaði með 15 stig. Kristófer Acox var einnig öflugur, endaði með 18 stig, 11 fráköst og þrjá varða bolta. Hann var óstöðvandi í pick og roll aðgerðum liðsins sem reyndist lykilatriði fyrir KR. 

 

Hjá Tindastól var Pétur Rúnar alveg magnaður. Hann endaði með 24 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. 

 

 

Kjarninn:

 

Það er ekki mjög flókið í kvöld. KR er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum 2018 og þeim fimmta í röð. Leikur kvöldsins var gríðarlega kaflaskiptur og fjörugur. Áhorfendur fengu loksins spennuleik á milli þessara liða en allir fimm leikir þessara liða fram að þessum á tímabilinu höfðu endaði með yfir 20 stiga sigri annars liðsins. 

 

Tindastóll á enn inni Sigtrygg Arnar því þrátt fyrir að hann endi með 16 stig þá hittir hann skelfilega utan af velli í leiknum. Þá var Hester mjög ólíkur sjálfum sér og með hreinum ólíkindum að hann hafi spilað svo mikið. Á tímabili var frekar eins og hann væri fyrir á vellinum þar sem hann gat greinilega ekki beitt sér að fullu. Liðið hélt áfram þrátt fyrir að lenda í ansi stórri öldu frá KR í lok þriðja leikhluta og sýndi þar andlegan styrk sem liðinu hefur oft skort þegar það lendir í vandræðum. 

 

KR var heilt yfir ekki sannfærandi en gerði nóg. Vörn liðsins er að toppa á réttum tíma og getur liðið helst þakkað henni fari svo að liðið verði meistarar. Það var gríðarlegur meistarafnykur af þessari sigurkörfu Brynjars í þessum leik og það verður erfitt fyrir Tindastól að vinna KR í DHL á laugardagskvöldi. Fastlega má gera ráð fyrir mögnuðum leik fjögur á laugardaginn þegar KR getur tryggt titilinn eða Tindastóll kroppað í oddaleik. 

 

Myndasafn (Hjalti Árnason)

 

Tölfræði leiksins.

 

Viðtöl eftir leik:

 

Umfjöllun / Ólafur Þór

Viðtöl og myndasafn / Hjalti Árnason

Forsíðumynd / Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -