Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Íslands, Brynjar Þór Björnsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Brynjar og félagar hans í Íslandi leika á lokamóti EuroBasket 2017 gegn Frakklandi í fyrramálið kl. 10:45 og mun leiknum verða gerð góð skil hér á Körfunni, sem og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.
Brynjar:
Deadmau5 – Polaris
"Góður taktur sem kemur mér í gott hugarástand"
David Bowie – Heroes
"Þetta lag minnir mig á hvað við gætum gert íslensku þjóðina stolta og verið hetjur i einn dag"
Dave Brubeck – Take Five
"Taktvís taktur er lykill að árangri"
Úlfur Úlfur – 100.000
"Skagfirskt rapp hefur heldur betur náð til min"
The Rolling stones – Gimme Shelter
"Magnað lag og texti sem a vel við enn þann dag í dag"
Mynd / FIBA